24.08.2010 10:25

Súlutindur SH 79

Sigurbrandur Jakobsson á Hellissandi sendi mér þessar tvær skemmtilegu myndir sem hann tók í sumar og fylgdi með eftirfarandi texti:

En mér datt í hug að senda þér 2 myndir sem ég tók í sumar af 5046 Súlutindi SH 79 eins og hann hét upphaflega. Hann stendur á vagni hérna við endan á götuni sem ég bý í og í sumar var þessi kantur setur við hann og upphaflega nafnið sett á kantinn.

Samkvæmt Íslensk skip, hét hann upphaflega Súlutindur SH 79 smíðaður 1955 og var gerður út frá Stykkishólmi til 1961 að þá er hann seldur útá Hellissand og fær nafnið Víkingur SH 225, síðan verða eigendaskipti 1972 og hann fær nafnið Rúna SH 119. Aftur verða eigendaskipti 1979 og nú verður nafnið Kári SH 119 og alltaf er hann frá Hellissandi.

            - Sendi ég Sigurbrandi kærar þakkir fyrir þetta -




      5046. Súlutindur SH 79, á Hellissandi © myndir Sigurbrandur, sumarið 2010