24.08.2010 10:05
Kristín ÞH 157
Vísir hf. í Grindavík hefur tekið allan sinn flota að undanförnu í reglubundið viðhald og var Kristín ÞH sú síðasta, en verið var að taka upp vélina í henni í Skipasmíðastöð Njarðvikur og fór hún á flot í morgun og mun síðan fara út á veiðar í kvöld. Nokkur pressa var þegar báturinn átti að fara úr sleðanum þar sem hratt fjaraði og var búið að kalla til hafnsögubátinn Auðunn til að draga bátinn að bryggju þegar vél bátsins komst í gang og var þá bakkað út og lagst aðeins að bryggju í Njarðvík. Tók ég fimm mynda syrpu við þetta tækifæri í morgun.

972. Kristín ÞH 157, við slippbryggjuna í Njarðvík í morgun

Hér er bakkað frá slippbryggjunni...

... og enn er bakkað

Þó sólin sé óhagstæð til myndatöku, þá sést samt að þetta er fallegt skip

Þá er bara að binda skipið meðan það staldrar við í Njarðvik
© myndir Emil Páll, 24. ágúst 2010

972. Kristín ÞH 157, við slippbryggjuna í Njarðvík í morgun

Hér er bakkað frá slippbryggjunni...

... og enn er bakkað

Þó sólin sé óhagstæð til myndatöku, þá sést samt að þetta er fallegt skip

Þá er bara að binda skipið meðan það staldrar við í Njarðvik
© myndir Emil Páll, 24. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
