22.08.2010 11:13
Elding
Það er svolítið einkennilegt að þurfa að skanna úr blaði myndir sem maður hefur sjálfur tekið, en svona er það þegar frummyndirnar eru týndar. Megin þorri af myndasafni mínu hvarf úr geymslu eins og ég hef oft sagt frá og því er þetta svona. Nýlega fann ég þó filmusafn með stórum hluta af safninu og eru það aðallega litmyndir, sem ég hef ekki enn komið í verk að skanna, né heldur kann að gera það. Einhvern tímann hlýt ég að ná því og þá opnast mikið myndasafn sem ég á, þó ég geri mér grein fyrir að það eru ekki allar mínar myndir.

1047. Elding, 185. Sigþór ÞH 100 og 1037. Dagfari ÞH 70 í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll

1047. Elding, 185. Sigþór ÞH 100 og 1037. Dagfari ÞH 70 í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
