21.08.2010 20:48

Erlingur GK 212

Hér sjáum við tvo báta sem báðir báru í eina tíð þetta sama nafn, þó ekki á sama tíma og var eitt af mörgum nöfnum sem þeir hafa báðir borið. Báðir voru þeir smíðaðir á Íslandi, annar úr stáli fyrir 40 árum á Akranesi en hinn úr eik á Akureyri fyrir 35 árum. Sá eldri er farinn í pottinn, en sá yngri er að fara í endurbætur, því búið er að kaupa hann til þess staðar sem hann var í upphafi gerður út frá og mun fá það nafn sem hann bar þá.


                           1100. Erlingur GK 212, á siglingu á Stakksfirði


                            1430. Erlingur GK 212, einnig á siglingu á Stakksfirði
                                                      © myndir Emil Páll