21.08.2010 00:00

Öll syrpan með Ásdísi SH 154

Á fimmtudag var sagt frá því er Ásdís SH 154, nýsmíði frá Bláfelli ehf., á Ásbrú, sigldi í fyrsta sinn, en leiðin var þó ekki löng eða úr Njarðvík og yfir í Grófina. Þar sem ekki var með öllu búið að ganga frá vélinni, var aðeins siglt á 15 sjómílnaferð fyrir ljósmyndarann, á Vatnsnesvíkinni framan við hafnargarðinn í Keflavík, en þegar búið verður að ganga frá er reiknað með að báturinn geti siglt helmingi hraðar eða á 30 sjómílna hraða.

Aðeins birti ég örfáar myndir á fimmtudag, en birti nú syrpuna alla, eða alls 27 myndir, er það gert svona til að sjá ýmis skemmtileg tilþrif sem komu í siglingunni, raunar allt frá Njarðvík og inn í Grófina og að lokum endurtek ég myndina af eigandanum við hlið bátsins. Fyrir þá sem þekkja aðstæður er hægt að fylgjast með landslaginu, sem hefst með Innri-Njarðvík í baksýn, síðan Vogastapa, fiskeldið undir Stapanum, Vogana og inn Vatnsleysuströndina.






















































  Myndtexta þarf ekki undir hverja mynd fyrir sig, enda lítið að segja, aðalbreytingarnar eru á landslaginu sem er í baksýn. Síðasta myndin sýnir þó Gylfa Gunnarsson, eiganda og skipstjóra við bátinn, er hann var kominn að landi í Grófinni © myndir Emil Páll, 19. ágúst 2010