20.08.2010 22:03
Var þjófnaður orsökin fyrir því að Stormur SH sökk?
Mikið hefur borið á því að bátar sem legið hafa í höfnum í nokkurn tíma, hafi orðið illilega fyrir barðinu á fingralöngum, þ.e. þjófur. Er þá ekki eingöngu átt við að menn hafi sóst í lyfjakisturnar, heldur líka nánast berstrípað báta af öllu nýtilegu.
Nú virðist sá grunur um að eitthvað hafi það gerst með Storm SH sem sökk á dögunum í Njarðvik, sem tengist slíku. En búið var að útbúa sjálfvirka rafmagnsdælu sem tengd var landrafmagni og var um borð í bátnum. Dældi hún úr þegar búnaður fann að lekinn var kominn í ákveðna hæð, en engu að síður sökk Stormur.
Enda hefur komið í ljós eftir að bátnum var náð upp aftur, að dælunni og búnaðnum sem henni fylgdi hafði verið skorinn af landtengingunni og því var ekkert sem gaf til kynna þegar sjórinn um borð hækkaði og heldur engin dæla sem fór í gang og því fór sem fór. Telja menn því að grunur þeirra um að það séu verk þjófa að báturinn sökk, sé að verða sterkari og sterkari.
586. Stormur SH 333, í Njarðvík í kvöld © mynd Emil Páll, 20. ágúst 2010
