20.08.2010 20:54

Já mikill er hann Pétur Mikli

Þegar Pétur Mikli var kominn upp í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur sá maður í raun hvað hann var stór, því hann skagar töluvert aftur fyrir önnur skip, auk þess að ná langt fram fyrir þau líka. Því tók ég nú þessa myndasyrpur því til sönnunar.


       Hér sést hvað 7487, stendur langt aftur fyrir t.d. Steinunni Finnbogadóttur BA


                               Hann nær einnig langt fram fyrir bátanna


    Hérna koma stærðarhlutföllin vel fram bæði afturfyrir og eins framfyrir hina bátanna.


     7487. Pétur Mikli í Njarðvíkurslipp í kvöld © myndir Emil Páll, 20. ágúst 2010