20.08.2010 20:02

Úr Höfnum

Víða um landið eru smá hafnir þar sem bátar eru gerðir út frá, en lítið er um að ljósmyndarar taki þar myndir og sendi t.d. á þessa síðu. Hér á Suðurnesjum man ég eftir nokkrum smá höfnum, eða bátaaðstöðu og eru þrjár þeirra stærstar, þ.e. í Garðinum, Höfnum og á Stafnesi. Hér tek ég fyrir höfnina í Höfnum en þar voru núna í kvöld tveir bátar og birtast myndir af þeim báðum.


                                                        Már


                                                         Nafnlaus


   Hér sjáum við þá báða, í Höfnum á Reykjanesi nú í kvöld © myndir Emil Páll, 20. ágúst 2010