19.08.2010 17:14

Selur í bólfæraflutningum

Á þessum myndum sést þegar verið var að koma fyrir miklum grjóthnullungum, ásamt þykku tógi sem nota á við kræklingarækt framan við Vatnsleysuströndina. Mun malarflutningaskipið Selur sinna því hlutverki að koma grjótinu og tóginu sem verður þar með að bólfærum á sinn stað, en þar sem enginn krani er á Selnum var bólfærunum raðað eftir síðum Selsins og svo verður skorið á festingar á réttum stöðum þannig að bólfærin sökkvi til botns þar sem þau eiga að vera.


    Einu grjótinu slakað á réttan stað utan á síðu prammans sem annars heitir 5935. Selur og annað bíður á bílpallinum eftir að fara sömu leið




                   Allt gert klárt svo varpa megi bólfærunum á réttan stað


           Einn af skipverjum á Selnum, lítur aðeins upp fyrir ljósmyndarann
                                      © myndir Emil Páll, 19. ágúst 2010