19.08.2010 00:00
Guðmundur S. GK 56 í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar
Svo skemmtilega vildi til að þegar verið var að flytja gamlan bát sem lengi hefur verið í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar milli staða, þ.e. frá gömlu Steypustöðinni og í hús Byggðasafnsins sem áður var í eigu Ramma, komu tveir af ljósmyndurum síðunnar og tóku myndir, fyrst kom ég og tók nokkrar myndir og síðar kom Þorgrímur Ómar Tavsen og bætti um betur.
Saga þessa báts og mynd af því hvernig hann leit út áður og myndir af því hvernig hann lítur út í dag koma hér fyrir neðan.

5181. Guðmundur S. GK 56 © mynd í eigu Emils Páls
Smíðaður í Merkinesi, í (fyrrum Hafnahreppi) 1962 úr eik og furu og mældist 3ja tonna. Var fyrst í eigu Hinriks Ívarssonar í Merkinesi og síðan í eigu Þórodds Vilhjálmssonar á sama stað.
Báturinn bar aðeins þetta eina nafn og var tekinn af skrá 15. desember 1995 og komst fljótlega í eigu Byggðarsafnsins í Reykjanesbæ.






Neðri myndirnar eru teknar þegar báturinn var tekin út úr húsinu við gömlu Steypustöðina og beið eftir flutningi í Rammahúsið, sem Byggðasafnið hefur til afnota í dag © tvær efstu myndirnar af bátnum eins og hann lítur út i dag eru símamyndir frá Þorgrími Ómari Tavsen, en hinar þar fyrir neðan eru teknar af Emil Páli Jónssyni og báðir tóku þeir myndirnar 18. ágúst 2010
Saga þessa báts og mynd af því hvernig hann leit út áður og myndir af því hvernig hann lítur út í dag koma hér fyrir neðan.

5181. Guðmundur S. GK 56 © mynd í eigu Emils Páls
Smíðaður í Merkinesi, í (fyrrum Hafnahreppi) 1962 úr eik og furu og mældist 3ja tonna. Var fyrst í eigu Hinriks Ívarssonar í Merkinesi og síðan í eigu Þórodds Vilhjálmssonar á sama stað.
Báturinn bar aðeins þetta eina nafn og var tekinn af skrá 15. desember 1995 og komst fljótlega í eigu Byggðarsafnsins í Reykjanesbæ.






Neðri myndirnar eru teknar þegar báturinn var tekin út úr húsinu við gömlu Steypustöðina og beið eftir flutningi í Rammahúsið, sem Byggðasafnið hefur til afnota í dag © tvær efstu myndirnar af bátnum eins og hann lítur út i dag eru símamyndir frá Þorgrími Ómari Tavsen, en hinar þar fyrir neðan eru teknar af Emil Páli Jónssyni og báðir tóku þeir myndirnar 18. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
