17.08.2010 13:52
Reykjaneshöfn kaupir Jóhönnu Margréti og fer hún í niðurrif
Gengið hefur verið frá kaupum Reykjaneshafnar á Jóhönnu Margréti SI 11, sem legið hefur lengi í Njarðvíkurhöfn. Raunar var báturinn tekinn upp í skuld á hafnargjöldum og mun vonandi fljótlega fara í niðurrif hjá Hringrás.
Báturinn hefur legið mjög lengi í höfninni og kom þangað í raun, til útgerðar frá Njarðvíkum sem aldrei varð af og síðan fór útgerðin í þrot, en áður hafði skipið verið selt útgerðamanna vestur á fjörðum sem nú hefur selt hana aftur, sem fyrr segir.

163. Jóhanna Margrét SI 11, sem nú hefur verið seld og fer í brotajárn
© mynd Emil Páll, 17. ágúst 2010
Báturinn hefur legið mjög lengi í höfninni og kom þangað í raun, til útgerðar frá Njarðvíkum sem aldrei varð af og síðan fór útgerðin í þrot, en áður hafði skipið verið selt útgerðamanna vestur á fjörðum sem nú hefur selt hana aftur, sem fyrr segir.

163. Jóhanna Margrét SI 11, sem nú hefur verið seld og fer í brotajárn
© mynd Emil Páll, 17. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
