17.08.2010 12:42

Njarðvík: Pétur Mikli, Röstin og bakslag

Lítið er um að vera í Njarðvikurhöfn eins og vel flestum öðrum höfnum þessa daganna. Helst er að  Pétur Mikli kom í morgun, en hann mun eiga að fara upp í slipp. Var því verið að losa ýmislegt frá borði áður. Þá er vonast til að skoðunarmaður komi og blessi Röstina jafnvel í dag, svo hún geti farið að róa. Menn tala um að hugsanlega fari Stormur SH, sem sökk á dögunum og var náð upp aftur, í slipp á næstunni. Þá virðist vera komið eitthvað bakslag upp varðandi söluna á Birtu VE 8 og Álftafelli ÁR 100 sem einnig var með í sölunni.


      Þessi mynd sem tekin er í raun móti sól í morgun upp úr kl. 8, á að sýna þegar verið er að hífa stórar skóflur frá borði á 7487. Pétri Mikla


     Léttabáturinn á Pétri Mikla, þessi mynd er einnig tekin á móti sól í morgun


                           7487. Pétur Mikli í Njarðvikurhöfn fyrir hádegi í dag


                        923. Röstin GK 120 í Njarðvikurhöfn í morgun


                    923. Röstin GK 120 og fyrir framan er 2325. Arnþór GK 20


    Úr Njarðvikurhöfn í morgun. F.v. 7487. Pétur Mikli, 1523. Sunna Líf KE 7, 1855. Ósk KE 5, 923. Röstin GK 120 og 2794. Ásdís SH 154 © myndir Emil Páll, 17. ágúst 2010