17.08.2010 00:00

Bátalíkön Þorgríms Hermannssonar og Þorgrímur sjálfur

Nú í nokkur skipti hef ég birt myndaseríur af hinni skemmtilegu bátasmíði Þorgríms Hermannssonar, sem hann stundaði bæði á Hofsósi og eins á Akureyri. Fyrir sólarhring birti ég síðustu syrpuna og nú tekur við ein syrpa af líkönum, en eftir að bátasmíðum lauk hjá honum fór hann út í að smíða bátalíkön. Þar með líkur myndum frá starfi Þorgríms Hermannssonar, svo og þeim gömlu frá Hofsósi að sinni a.m.k., en kannski koma fleiri síðar, hver veit.  Á tveimur myndunum nú, sést hann einnig með líkönunum.

Allar eru myndirnar úr safni afasonar og nafna Þorgríms Hermannssonar, Þorgríms Ómars Tavsen.












                           Þorgrímur Hermannsson og líkön eftir Þorgrím
                              © myndir úr safni Þorgríms Ómars Tavsen