16.08.2010 23:42
Þekkið þið myndefnið?
'Í kvöld birti ég þessa mynd sem getraun á Facebook-síðu minni og spurði menn hvort þeir þekktu myndefnið og vissu hvaðan það væri. Óvanalega frísk umræða varð um myndina og að lokum varð það Njarðvíkurmær búsett í Danmörku sem hafði rétta svarið.
Rétta svarið er að myndin er tekin í kvöld frá Hólmsbergsvita með miklum aðdrætti og sýnir Reykjanesbæ, þ.e. bæði Keflavík og Njarðvík og er með fjallið Þórðarfell í baksýn. (Sjá nánar um það í ábendingu Markúsar hér fyrir neðan myndina).

© mynd Emil Páll, 16. ágúst 2010
Rétta svarið er að myndin er tekin í kvöld frá Hólmsbergsvita með miklum aðdrætti og sýnir Reykjanesbæ, þ.e. bæði Keflavík og Njarðvík og er með fjallið Þórðarfell í baksýn. (Sjá nánar um það í ábendingu Markúsar hér fyrir neðan myndina).

© mynd Emil Páll, 16. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
