16.08.2010 12:41
Á lokastigi
Á móti hvorum öðrum liggja í Njarðvíkurhöfn tveir bátar, sem báðir eru á lokastigi með að komast til veiða eftir mikla vinnu um borð. Annar þeirra er raunar nýsmíði sem var sjósett um verslunarmannahelgina, en nú er aðeins beðið eftir að ákveðinn iðnaðarmaður klári verk sitt svo hann komist til veiða. Hinn báturinn er frægur og gekk á sínum tíma undir nafninu Seníversbáturinn eða brennivínsbáturinn eftir að hafa komið frá Belgíu með fullfermi að þeirri víntegund. Báturinn þessi hefur síðustu ár legið nokkuð lengi í höfn og töldu flestir að dagar hans væru taldir, en nú er búið að gera hann upp og er vonast til að hann komist til ufsaveiða, jafnvel eftir tvo til þrjá daga. Hér birti ég mynd af skipstjórum og útgerðarmönnum beggja bátanna, tekin í morgun í Njarðvíkurhöfn.

F.v. Gylfi Gunnarsson, á 2794. Ásdísi SH 154 og Þorgils Þorgilsson á 923. Röstinni GK 120 © mynd Emil Páll, 16. ágúst 2010

F.v. Gylfi Gunnarsson, á 2794. Ásdísi SH 154 og Þorgils Þorgilsson á 923. Röstinni GK 120 © mynd Emil Páll, 16. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
