15.08.2010 18:10

Neskaupstaður: Nova Bretagne, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, Hafbjörg, Skrúður og spegilmynd

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað sendi þessar myndaseríu í framhaldi af hinn sem birtist hér á undan. Um þetta sagði Bjarni: Farið var um miðnætti með lóðs í Nova Bretagne, 120 metra frystiskip og ein mynd tekin eftir að skipið kom að bryggju. Síðan voru myndir teknar snemma í morgun af skipinu og Vilhelm Þorsteinss EA sem var að koma í löndun. Einnig eru spegilmyndir af bátum og eru myndirnar teknar uppúr kl. 6.30 í morgun.


        Nova Bretagne, nýkomið að bryggju á Neskaupstað, rétt eftir miðnætti í nótt


                                  Nova Bretagne fyrir kl. 6 í morgun


                       2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 að koma inn í morgun


                                 2629. Hafbjörg og 1919. Skrúður í morgun


                               Skemmtileg spegilmynd af bátum og fjallinu
                             © myndir Bjarni G, á Neskaupstað 15. ágúst 2010