15.08.2010 12:30

Hafdís ÍS 205 / Ýr KE 14 / Jón Klemenz ÁR 313

Þessi var aðeins tveggja ára er hann var keyptur hingað til lands, en á þeim 8 árum sem hann var hérlendis urðu nokkuð tíð eigendaskipi og hann bar hér á landi þrjú nöfn. Þá var hann seldur til Skotlands og eftir það hef ég þrátt fyrir mikla leit ekkert fundið um bátinn.


                     1748. Hafdís ÍS 205, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll, 1987


                              Sama mynd og fyrir ofan, bara stækkuð


                       1748. Ýr KE 14, í höfn í Njarðvik © mynd Emil Páll, 1988


                     1748. Ýr KE 14, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll, 1988


                     1748. Jón Klemenz ÁR 113 © mynd Snorrason


                1748. Jón Klemenz ÁR 313 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 110 hjá Rönnangs Svets AB, Rönnang, Svíþjóð 1984. Kom fyrst til Ísafjarðar 3. sept. 1986 og til Njarðvíkur 9. febrúar 1987.Úreldingastyrkur samþykktur í nóv. 1994 og seldur úr landi til Skotlands 21. desember 1994.

Nöfn: Katty GG 373, Hafdís ÍS 205, ÝR KE 14, Jón Klemenz ÁR 313 og síðan er ekki vitað meira um nöfn eða sögu eftir að báturinn fór til Skotlands.