14.08.2010 21:03

Reykjaborg RE 25 / Geir KE 6 / Arnþór GK 20

Hér er á ferðinni innlend smíði, fyrir um 12 árum sem ennþá er í rekstri, en hefur þó borið fjórar skráningar á þessum rúma áratug.


                       2325. Reykjaborg RE 25 © mynd Snorri Snorrason


               2325. Reykjaborg RE 25 © mynd Snorrason


                                      2325. Geir KE 6 © mynd Kr.ben


                                     2325. Arnþór GK 20 © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 59 hjá Skipasmíðastöðinni hf., Ísafirði 1998. Sá stöðin einnig um hönnun og teikningar.

Um var að ræða fyrsta sérhannaða skipið fyrir dragnót hér á landi.

Hleypt af stokkum 2. maí 1998 og kom til heimahafnar í Reykjavík, 22. maí sama ár.

Nöfn: Reykjaborg RE 25, Reykjaborg KE 6, Geir KE 6 og núverandi nafn: Arnþór GK 20.