14.08.2010 15:45
Kraumandi höfnin af vaðandi makríl
Það var einkennilegt að horfa á hvít flyssandi og kraumandi bletti víða um Keflavíkurhöfn í hádeginu í dag. Þegar betur var að gáð þá voru þarna vaðandi makríl torfur, sem skutust upp hér og þar um hafnarsvæðið. Fljótlega fóru veiðimenn að hópast á ný niður á bryggjur, en ekki var veiðin þó í hlutfalli við það sem sást á sjónum. Tók ég nokkrar myndir af þessum blettum þegar þeir sáust hér og þar um höfnina, en þetta myndast ekkert of vel.





Keflavíkurhöfn í hádeginu í dag © myndir Emil Páll, 14. ágúst 2010





Keflavíkurhöfn í hádeginu í dag © myndir Emil Páll, 14. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
