14.08.2010 13:30
Rex NS 3
Hilmar Bragason tók þessa mynd á Fáskrúðsfirði og fylgdi með svohljóðandi texti:
Rex NS 3, er á Fáskrúðsfirði og er minnisvarði um Einar Sigurðsson skipasmið á Fáskrúðsfirði. Báturinn var smíðaður af Einari fyrir Vilhjálm Sigtryggsson á Langanesi á árinu 1963 og hét fyrst Litlanes. - Svo mörg voru orð Hilmars og því bæti ég við sögu bátsins fyrir neðan myndina.

955. Rex NS 3, á Fáskrúðsfirði © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010
Smíðaður hjá Bátamíðastöð Einars Sigurðssonar, Fáskrúðsfirði 1963. Úreldur 16. september 1994 og afskráður 2. desember 1994.
Eftir að báturinn hafði verið afskráður, gaf síðasti eigandi hans, Árni Sigurðsson, Seyðisfirði hann til Fáskrúðsfjarðar. Þar er ætlunin að gera hann upp og varðveita á minjasafni á Fáskrúðsfirði til minningar um Einar Sigurðsson, skipasmið. En Einar starfaði á Fáskrúðsfirði nánast alla sína starfsævi og byggði marga báta.
Nöfn: Litlanes ÞH 52, Þórsnes SI 52, Óli Bjarna KE 37, Mónes NK 26, Hulda GK 114 og Rex NS 3.

955. Rex NS 3, á Fáskrúðsfirði © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010
Smíðaður hjá Bátamíðastöð Einars Sigurðssonar, Fáskrúðsfirði 1963. Úreldur 16. september 1994 og afskráður 2. desember 1994.
Eftir að báturinn hafði verið afskráður, gaf síðasti eigandi hans, Árni Sigurðsson, Seyðisfirði hann til Fáskrúðsfjarðar. Þar er ætlunin að gera hann upp og varðveita á minjasafni á Fáskrúðsfirði til minningar um Einar Sigurðsson, skipasmið. En Einar starfaði á Fáskrúðsfirði nánast alla sína starfsævi og byggði marga báta.
Nöfn: Litlanes ÞH 52, Þórsnes SI 52, Óli Bjarna KE 37, Mónes NK 26, Hulda GK 114 og Rex NS 3.
Skrifað af Emil Páli
