13.08.2010 09:30

Er þetta gamla Akraborgin

Einar Örn Einarsson, veltir upp þessum hugrenningum á Facebooksíðu sinni:


    Hér er gamla AKRABORG þegar hún var skólaskip í Ísrael. þá átti hún eftir að vera útvarpsstöð svona sjóræningjastöö, seld eftir það til S Ameríku

Nokkrum dögum áður hafði hann þessar hugrenningar á síðu sinni:


     Norskur félagi minn var í köfunarferð í S Ameríku. Hann vildi meina að skipið sem hann var á, hafi verið byggt fyrir íslendinga sem farþegaskip upphaflega. Seinna meðal annars sjóræningja útvarpsstöð í Ísrael, þaðan til S Ameríku, og því hafi verið bjargað með því að kaupa það á staðnum þar sem var byrjað að rífa það, því breytt, og lítur svona út í dag eftir breytingar. Mér finnst ég alveg sjá gömlu AKRABORG í þessu skipi. Skyldi það vera satt????