13.08.2010 00:00

Hvar er Eylandið?

Gamlir skipstjórnarmenn, sérstaklega úr Njarðvík hafa spurt mig að því hvort ég hafi aldrei náð mynd af Eylandinu. Svarðið er nei, en þegar ég var búinn að fá upplýsingar um hvar þetta Eyland er, mundi ég aðeins eftir  því að einu sinni fyrir mörgum árum var til frystihús í Njarðvík sem bar nafnið Eyland og var það eftir hinu eina og sanna Eylandi.
Eyland er sker, sem er á hægri hönd þegar siglt er út úr Njarðvíkurhöfn og á að sjást til þess á stórstaumsfjöru og þá aðalega þannig að rauðlitur þarinn kemur upp á yfirborðið og eins brýtur stundum á því í vissri átt, ef hvasst er og stórstraumsfjara. Notaði ég því tækifærið nú þar sem stórstraumsfjara var, en ekkert öruggt sást, þó mér hafi aðeins fundist sjórinn vera rauðlitaður á ákveðnum stað, sem mér hafði verið áður vísað á, en það festist ekki á mynd.

Engu að síður tók ég í framhaldi af því, þessar myndir í Njarðvíkurhöfn og kring um slippinn og þar framan við, svona til að sýna hvernig fjaran lítur þarna út þegar um stórstraumsfjöru er að ræða. Ekki eru þó þeir staðir sem myndirnar birtast af, tengdir umræddu Eylandi.

Fyrir neðan fjörusyrpuna, kemur enn önnur syrpa og þá af stórstraumsflóðinu í Njarðvikurslipp, Njarðvíkurhöfn og Keflavíkurhöfn.














                         Myndir á stórstraumsfjöru í Njarðvíkurhöfn og næsta nágrenni

                                        

                                             
Svo er það stórstreymsflóðið

Þessar myndir tók ég síðan um kvöldið og þá í Njarðvíkurhöfn, Njarðvíkurslipp og Keflavíkurhöfn, en augljóslega var farið að falla frá og því flóðastaðn lækkað um eitt fet.






















   Stórstreymsflóðið, í Njarðvíkurhöfn, Njarðvíkurslipp, séð inn á Fitjarnar og í Keflavíkur-
höfn, en hafa ber í huga að flóðahæð hefur lækkað þarna, um eitt fet frá því það var hæðst


                              Bæði flóða og fjörumyndir © Emil Páll, 12. ágúst 2010