12.08.2010 21:24
Nakkur SU 380: Næst elsti trébátur Austurlands
Spurt var nýlega um þennan bát hér á síðunni og nú hefur Sigurborg Andrésdóttir sent mér eftirfarandi upplýsingar:
Báturinn heitir Nakkur og kemur frá Djúpavogi til Eskifjarðar.Hann er næst elsti trébátur bátur Austurlands smíðaður 1912.Síðasti eigandi var Eðvald Jónsson . Elsti báturinn heitir Hrólfur Gautrexsson.kallaður Gauti og hann er á Neskaupstað smíðaður 1906.
Sendi ég kærar þakkir fyrir

693. Nakkur SU 380, á Eskifirði © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010
Skrifað af Emil Páli
