12.08.2010 20:05
Hvað er þetta?
Þessi hrúga þarna á flutningavagninum í Njarðvíkurslipp, gæti vafist fyrir einhverjum, en þrátt fyrir að birtan hafi ekki verið alveg sú besta þegar myndin var tekin, þá er þessi hrúga nokkuð merkileg, því þarna er samfast ýmislegt úr Sólfara SU 16, sem rifinn var í slippnum af Hringrás. Þarna má finna vél bátsins, skrúfuöxul, skrúfuna, hluta af botni bátsins (sem var undir vélarrúmin), hluta af kjölnum og allt aftur fyrir stýrishælinn og sjálfsagt eitthvað meira. Þrátt fyrir fyrirsögnina, er þetta því ekki getraun.

© mynd Emil Páll, 12. ágúst 2010

© mynd Emil Páll, 12. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
