12.08.2010 14:59

Steinunn SH 167: Eins og fallegasta mubbla

Það orð hefur lengi farið af Steinunni SH 167, að um hana sé gengið eins og um fallegustu mubblu sé að ræða og þá bæði að utan sem innan. Yfirleitt kemur hann í Njarðvíkurslipp á vorin, þar sem dittað er að honum og lagað eitthvað ef þörf er á og síðan stendur hann í slippnum þar til hann fer í heimahöfn á ný. Segja sumir að hann sé í geymslu þar á sumrinn, eða jafnvel taka svo til orða að hann sé geymdur upp á hillu. Hvorutveggja lýsir áhuga eiganda til að láta bátinn líta vel út og það gerir hann svo sannarlega, sem að sjálfsögðu er eigendum til mikils sóma.
Í morgun kom að sjósetningu og sigldi hann beint úr slippnum og til vestur á Snæfellsnes og hér eru þrjár myndir sem ég tók af honum þegar hann var kominn í sleðan og var tilbúinn til sjósetningar.






    1134. Steinunn SH 167, kominn í sleðann hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í morgun
                                           © myndir Emil Páll, 12. ágúst 2010