11.08.2010 09:30

Stormur SH kominn á flot á ný - eins og draugaskip við bryggju

Köfunarþjónustunni tókst í nótt ætlunarverk sitt og náði Stormi SH af botni Njarðvíkurhafnar, með þessari aðgerð, sem þeir framkvæmdu við að ná honum og áður hefur verið sagt frá. Báturinn liggur nú eins og draugaskip við bryggju í Njarðvík, enda þakinn gróðri.






     586. Stormur SH 333, kominn á flot á ný í Njarðvikurhöfn rúmum fimm vikum eftir að hann sökk, en sökum mikils gróðurs er hann eins og draugaskip © myndir Emil Páll, 11. ágúst 2010