10.08.2010 07:23
Stormur SH enn á botninum
Stormur SH 333 er enn á botninum í Njarðvíkurhöfn og er ekki reiknað með að það verði fyrr en á morgun sem gerð verði tilraun til að ná honum upp. Tíminn fram að því er notaður til að þétta bátinn, koma fyrir annarri lestarlúgu og setja uppi stokk sem notaður er við björgunina, sem er lík þeirri sem notuð var þegar VER RE 112 sökk í Reykjavík á dögunum.

Frá Njarðvíkurhöfn í morgun kl. 7, Stormur enn á botninum og búnaður Köfunarþjónustunnar á staðnum © mynd Emil Páll, 10. ágúst 2010

Frá Njarðvíkurhöfn í morgun kl. 7, Stormur enn á botninum og búnaður Köfunarþjónustunnar á staðnum © mynd Emil Páll, 10. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
