09.08.2010 16:46

Björgun Storms SH hafin í Njarðvík

Loksins myndu einhverjir segja, en nú síðdegis mættu menn frá Köfunarþjónustunni til að bjarga Stormi SH, sem sökk í Njarðvikurhöfn 29. júní sl. Verður gerð tilraun þegar fjarar í kvöld. Ef ég man rétt þá eru þetta sömu aðilar og náðu Ver RE 112 upp úr Reykjavíkurhöfn á dögunum.

Þar sem ég er ekki staddur við tölvuna mína, kem ég ekki myndunum sem ég tók á staðnum inn á síðuna og því bíður það síðari tíma.