09.08.2010 00:00

Vinsælar Málmeyjarferðir

Þorgrímur Ómar Tavsen stundaði á tímabili fastar ferðir út í Málmey og birtast nú myndir frá því að hann ferjaði fólk á léttabáti frá Straumey sem hann var með í ferðum.
En upphafið hjá honum var að tólf ára gamall var hann orðinn túlkur hjá pabba sínum sem var með ferðirnar og 1997 var hann orðinn löglegur til að sjá um þær sjálfur. Fór hann í fyrstu með ýmsa hópa s.s. Fjárlaganefnd Alþingis og fl. á Hafborginni.
Síðan tók hann í notkun Gáska og að lokum var það Straumey sem var notuð í ferðirnar og síðan var ferjað í land á léttabáti og er í land var komið var slegið upp grillveislu í eyjunni. Ferðir þessar voru fljótt mjög vinsælar, en þær stundaði hann á árunum frá 2000 til 2005 og var aðsóknin stundum allt upp í 100 manns í ferð og fór hann t.d. tvisvar með tvo þilfarsbáta til viðbótar kjaftfulla með ferðamenn og sem fyrr endaði allt þetta fólk í vinsælum grillveislum úti í eyjunni. Kom fólk þetta frá ýmsum þjóðlöndum og stundum voru fólk frá allt upp í 17 lönd í ferðunum.




                     Þorgrímur Ómar að lagfæra lendingaraðstöðuna í eyjunni


                                              Fólki hjálpað út í bátinn


   Hér sjáum við Þorgrím Ómar í einkennisbúning, en hann mun vera með þeim fyrstu í ferðaþjónustunni hvað stjórnendur báta varðar sem tók upp slíkan búning. Úti á legunni sést í Straumey.


                                         Þarna er léttabáturinn vel hlaðinn


                                   Já aukaplássið var ekki mikið í bátnum


                     Hér er komið að eyjunni enn einu sinni með fullan bát af ferðafólki
                                     © myndir úr safni Þorgríms Ómars Tavsen