07.08.2010 17:00

Glæsilegur Maron GK - einn elsti stálbátur landsins

Þessi bátur er að ég held einn sá elsti fiskibáturinn í dag sem smíðaður hefur verið úr stáli og er enn í fullri útgerð. :Þar að auki er viðhald hans með svo miklum sóma að fáir eru fallegri en hann. Enda lenti ég í vandræðum í dag þegar hann kom inn til Njarðvikur í því besta veðri sem við ljósmyndarar viljum hafa, auk þess sem fullum dambi er yfirleitt haldið á bátnum alveg inn að bryggju og því er svo komið að sennilega eru þeir ekki margir ef þá nokkur báturinn sem ég hef tekið eins margar myndir og af þessum. Enda fóru leikar þannig að ég var í vandræðum með að velja þær myndir sem myndu birtast nú, og eftir standa um 20 allar jafn flotta og því sé ég fram á að ég mun birta af honum sérstaka syrpu einhverja nóttina, en hér koma þrjár af þessum myndum.






   363. Maron GK 522, kemur inn til Njarðvíkur í dag © myndir Emil Páll, 7. ágúst 2010