07.08.2010 16:42
Gamalt athafnarhús við Sandgerðishöfn nú brunarústir
Í nótt brann hús sem staðið hefur að ég held við Sandgerðishöfn frá því í upphafi síðustu aldar og var m.a. notað þegar Haraldur Böðvarsson stóð fyrir útgerð þaðan. Hin síðari ár var vélsmiðja og síðast trésmiðja í húsinu, en engin starfsemi hefur verið þar síðasta árið. Húsið er það illa brunnið að ég efast um að gerð verði tilraun til að endurbyggja það. Hér birti ég þrjár myndir sem ég tók af húsinu í hádeginu í dag.



Brunarústirnar í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 7. ágúst 2010
Fleiri myndir og videó frá 245.is má finna í MOLUM, sjá: MOLAR á epj.is



Brunarústirnar í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 7. ágúst 2010
Fleiri myndir og videó frá 245.is má finna í MOLUM, sjá: MOLAR á epj.is
Skrifað af Emil Páli
