06.08.2010 14:36

Birta VE seld - verður aftur Ægir Jóhannsson ÞH

Búið er að selja Birtu VE 8, sem legið hefur við bryggju ýmist í Keflavík eða Njarðvík, frá því að hún keyrði á bryggju í Keflavík 1. mars sl. og skemmdist nokkuð að framan. Eigandi er á Grenivík og samkvæmt heimildum mínum mun báturinn fá það nafn sem hann bar í upphafi, en þá var hann einmitt frá Grenivík og hét Ægir Jóhannsson ÞH 212.
Mun bátnum verða siglt um leið og lægir, til Hafnarfjarðar þar sem viðgerð fer fram á stefninu.


            1430. Birta VE 8, í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 6. ágúst 2010