05.08.2010 13:07

Oddný Hjartardóttir HF 22

Í þó nokkur ár hefur lítill trébátur legið á hliðinni ofan við Smábátahöfnina í Grindavík. En hver er báturinn? Leitaði ég það uppi og hér sjáum við árangurinn, en bátur þessi var skráður sem opinn bátur, en ég get ekki betur séð en að hann sé dekkaður, engu að síður.


             Svona leit báturinn út áður en honum var hent út í móa






     5637. Oddný Hjatardóttir HF 22, í Grindavík í gær © myndir Emil Páll, 4. ágúst 2010

Smíðaður í Hafnarfirði 1955 og mældist tæp 6 tonn. Fiskiskip til ársins 1997 að hann var skráður sem skemmtibátur á Tálknafirði.

Nöfn: Villi GK 85, Svanur GK 22, Svanur HF 22, Oddný Hjartardóttir HF 22 og sem skemmtibátur bar hann aðeins nafn ekki númer og því: Oddný Hjartardóttir.