04.08.2010 17:25

Lágey ÞH, á leiðinni til Sandgerðis frá Húsavík til viðgerðar

Eins og margir muna strandaði Lágey ÞH 265 skammt frá Húsavík í marsmánuði í vetur og síðan 28. mars hefur báturinn staðið utan við höfuðstöðvar útgerðarinnar fyrir norðan. En á þessari stundu er annað hvort ný farið af stað með bátinn suður, eða stutt í að lagt verði af stað. Mun báturinn verða dreginn á vagni til Sandgerðis, þar sem Sólplast ehf., mun gera við bátinn og er áætlað að verkið taki um tvo og hálfan mánuð. Áætlað er að komið verði með bátinn á áfangastað undir morgun.




    2651. Lágey ÞH 265, á Húsavík í vetur © myndir Svafar Gestsson, 28. mars 2010