04.08.2010 00:00

Meira af Octopus

Risasnekkjan Octopus sem þíðir Kolkrabbi á íslensku hefur vakið mikla athygli, enda örlítið stærra en Herjólfur og með innanborð, þyrlu, léttabáta og kafbáta o.m.fl. Ég hef þegar birt nokkrar myndir af skipinu, en bæti þó við myndaseríu sem ég tók um hádegisbil á frídegi verslunarmanna, er skipið lá við Miðbakka í Reykjavík svo og sólarhring síðar er það var komið út á ytri-höfnina innan Engeyjar eins og það heitir á vef Faxaflóahafnar, en fyrir mér var það rétt utan við Skúlagötuna í Reykjavík. Myndirnar að því við Miðbakka eru teknar frá Norðurgarði og eins frá Ægisgarði, en myndirnar út á, eru teknar frá Norðurgarði.










                               Octopus © myndir Emil Páll, 2. og 3. ágúst 2010