02.08.2010 00:00
Einn sextugur sem er enn í endurnýjun
Hér birtast myndir af bátnum undir nöfnunum Stjarni SH 115 / Jökull RE 352, Jökull VE 15, Valdimar AK 15 / Sigurbjörg Þorsteins BA 165 / Jökull Óðinn KÓ 111. Myndir vantar fyrir tvö nöfn þ.e. það fyrsta sem var Guðbjörg NK 74 og svo einn sem hann bar seinna, Marvin AK 220.
626. Stjarni SH 115 © mynd Snorrason
626. Jökull RE 352 © mynd Snorrason
626. Jökull VE 15 © mynd Valur Stefánsson
626. Jökull VE 15 © mynd Snorrason
626. Valdimar AK 15 © mynd Snorrason
626. Sigurbjörg Þorsteins BA 165 © mynd jakobk.blog.is
626. Jökull Óðinn KÓ 111 © mynd Markús Karl Valsson
Smíðaður á Neskaupstað 1948.
Árið 1956 keypti útgerðarfélagið Arnar hf. í Sandgerði bátinn, sem þá hét Guðbjörg NK 74 og varð það upphafið afð útgerð tveggja báta sem síðar komu og báru nöfnin Guðbjörg GK 220. Þetta skip var þó selt áður en til umskráningar kom.
Lá að mestu við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn frá árinu 2000 og til ársins 2006 að hann var fluttur til Reykjavíkurhafnar. Haustið 2009 var hann tekinn upp og settur bak við gömlu verðbúðirnar á Granda og þar á að endurbyggja hann og breyta í skútu.
Nöfn: Guðbjörg NK 74, Stjarni SH 115, Jökull RE 352, Jökull VE 15, Marvin AK 220, Valdimar AK 15, Sigurbjörg Þorsteins BA 165 og núverandi nafn: Jökull Óðinn KÓ 111
