01.08.2010 10:47
Lítið orðið eftir af Sólfara - en hver verður sá 4.?
Þessar myndir tók ég í morgun af Sólfara SU 16 í Njarðvikurslipp og eins og sést er litið eftir af honum þó aðeins sé liðin tæp vika síðan verkið hófst. Virðist því taka styttri tíma að tæta hann niður en Eldey sem tekin var á undan en það tók hálfan mánuð, en sá bátur var mun minni enn þessi. Síðan á að taka 4. bátinn í Njarðvík og að lokum einn í Grindavík, en hverjir þessir bátar eru, er ég ekki viss um.

Það er varla hægt að sjá að hér hafi verið um bát að ræða



Ex 1156. Sólfari SU 16 © myndir Emil Páll, 1. ágúst 2010

Það er varla hægt að sjá að hér hafi verið um bát að ræða



Ex 1156. Sólfari SU 16 © myndir Emil Páll, 1. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
