30.07.2010 16:23

Kærðir fyrir fiskveiðibrot

Af mbl.is:

Gefin verður út ákæra vegna meintra ólöglegra veiða línubátanna Stellu GK og Hópsness GK á lokuðu svæði norður af Siglufirði í gær. Kvartanir bárust frá öðrum fiskiskipum vegna veiða bátanna, að sögn Landhelgisgæslunnar.Við nánari eftirgrennslan virtist svo sem fótur væri fyrir kvörtununum. Landhelgisgæslan óskaði eftir því að lögreglan á Siglufirði tæki skýrslu af skipstjórum bátanna þegar þeir komu inn til Siglufjarðar til löndunar. Nú hefur verið ákveðið að gefa út ákæru á hendur skipstjórunum vegna meintra fiskveiðibrota.

Lögreglustjórinn á Akureyri fer með rannsókn málsins.