30.07.2010 09:24
Herjólfur stóð fastur í Landeyjarhöfn í nótt
Af vefnum Visir.is:
Vegna óhagstæðra sjávarfalla þarf að flýta ferð Herjólfs frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja sem fara átti klukan 12:00. Ferðin verður nú farin klukkan 11:30., að því er segir í tilkynningu frá Eimskip. Farþegar eru vinsamlegast beðnir að hafa það í huga að aksturinn frá Höfuðborgarsvæðinu til Landeyjahafnar tekur um það bil tvær klukkustundir, og eru farþegar Herjólfs beðnir að fara að öllu með gát þrátt fyrir þessar breytingar.
Samkvæmt vefnum mbl.is þá stóð Herjólfur fastur um kl. þrjú í nótt, eða á háfjörunni og tafðist því um þrjá tíma.
Skrifað af Emil Páli
