30.07.2010 09:16
Risasnekkja komin til Reykjavíkur
Risasnekkja Poul Allens, annars stofnanda Microsoft, er nú komin inn á Faxflóann og leggst væntanlega að M;iðbakkanum í Reykjavíkurhöfn innan klukkustunda. Leiðangursmenn eru búnir að fá leyfi utanríkisráðuneytisins til að nota kafbáta skipsins hér við land, meðal annars til að skoða tiltekið skipsflak, en leynd hvílir enn yfir málinu. Fornleifanefnd hefur verið gert viðvart og munu einhverjir íslenskir vísindamenn fylgjast með. Ráðgert er að snekkjan verði hér í sex dag og heimildir herma ar versnunarmannahelgin hafi verið valin sem komutími, til að draga athyglina sem mest frá leiðangrinum, enda flestir landsmenn á faraldsfæti um helgina
Þessi frétt er skrfuð kl. rúmlega 8 í morgun og því ætti snekkjan að vera komin til Reykjavíkur nú er ég setti þetta inn.
