29.07.2010 21:27

Þorgrímur Hermannsson afkastamikll bátasmiður

Nýverið minntist ég aðeins á Þorgrím Hermannsson bátasmið á Hofsósi, sem smíðaði einnig smávegis á Akureyri. Hér er um að ræða mjög afkastamikinn bátasmið því hann smíðaði um 100 báta, auk alls þess hóps sem hann breytti og endurbyggði. Það sem er þó enn skemmtilegra er að af þessum um 100 bátum sem hann smíðaði hefur enginn farist og raunar aðeins einn sokkið eftir að hafa verið keyrt í gegn um ís.

Hef ég þegar birt örfáar myndir af bátum eftir Þorgrím, en mun síðar gera þeim nánar skil og birta þá margar myndir. Núna birti ég eina mynd af bát sem stendur fyrir utan Bátasmiðjuna á Hellissandi og barnabarn hans Þorgrímur Ómar Tavsen tók mynd af nú undir kvöld.


       Röst, frá Rifi, á Hellissandi í dag © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 29. júlí 2010