29.07.2010 15:23

'isafjörður verði smábátamiðstöð?

Af bb.is:

Frá Ísafjarðarhöfn.
Frá Ísafjarðarhöfn.


Eitt af ætlunarverkum nýrrar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar er að móta nýja framtíðarsýn fyrir hafnir sveitarfélagsins, og er þar m.a. litið til sjósportmiðstöðvar. Ákvæði þess efnis er í meirihlutasamningi nýs meirihluta að sögn Albertínu Elíasdóttur, formanns hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar. "Sú vinna mun fara fram t.a.m. með íbúaþingum þannig að íbúar sveitarfélagsins og notendur þjónustunnar fái tækifæri til að koma sínum hugmyndum á framfæri. Það er ljóst að það er vilji þessa meirihluta og þess gamla að hér verði sportbátamiðstöð Íslands og má sem dæmi nefna að fyrri hafnarstjórn óskaði eftir því við samgönguráðherra og samgönguráðuneytið að þegar yrði farið verði í það verk að byggja varnargarða fyrir Pollgötuna, þá yrði byggður grjótgarður úti í Pollinum og innan þess grjótgarðs verði þá búin til almennileg sportbátahöfn," segir Albertína.

Komum sportbáta til Ísafjarðarharfnar hefur fjölgað nokkuð að undanförnu. Bæði er þar um að ræða aukningu á seglskútum og sportbátum og hafa þeir verið nokkuð fyrr á ferðinni en fyrri sumur. Nefnt hefur verið að núverandi aðstaða í Ísafjarðarbæ hafi bæði sína kosti og galla.