29.07.2010 09:00
Ekki Týr, heldur Baldur
Sú frétt að flak olíuskipsins sem sökk út af Garðskaga örlaganóttina 1944 þegar Goðafoss fórst þar, hefur farið eins og eldur í sinu um bloggheiminn. Hjá mörgum er hinsvegar töluverður misskilningur á ferð þess efnis að það hafi verið skipverjar á varðskipinu Tý sem fundu flakið. Sannleikurinn er hinsvegar sá að það voru félagar þeirra á sjómælingabátnum Baldri sem fundu flakið eftir ábendingar sjómanna og staðsettu það. Síðan kom Týr að með ýmsa sérfræðinga m.a. manna með dvergkafbátinn og í framhaldi af því var staðfest að grunur þeirra á Baldri væri réttur.

1421. Týr á Stakksfirði í gær © mynd Emil Páll, 28. júlí 2010

1421. Týr á Stakksfirði í gær © mynd Emil Páll, 28. júlí 2010
Skrifað af Emil Páli
