29.07.2010 00:00

Skömm Reykjanesbæjar

Á auðu svæði á Fitjum í Njarðvik standa þrír gamlir trébátar, sem tímans tönn er að sjá um að farga. Fyrirsögn sú sem er á þessari grein á við um allavega tvo þeirra og og jafnvel alla þrjá, sem ég  mun fjalla um nú, Myndir og umfjöllun verður um þá alla þrjá, en eftir því sem ég best veit eru þeir allir í umsjón Byggðasafns Reykjanesbæjar og hafa verið svo áratugum skiptir. Hver sú sem ástæðan er fyrir veru þeirra þarna, þá er hún þeim sem um þá sjá til mikilla skammar og þeir fá ekki þá virðingu sem þeir annars ættu rétt á.

Hér koma myndir og umfjöllun um bátanna þrjá, hvern fyrir sig.

                                                   Silfri KE 24


                            5690. Silfri KE 24, í Keflavíkurhöfn

Bátur þessi var smíðaður á Akranesi 1959 úr furu og eik og mældist rúm 5 tonn. Var hann smíðaður fyrir Auðunn Karlsson í Keflavík, sem notaði hann sem fiskibát og m.a. muna margir eftir honum við loðnuveiðar í Keflavíkurhöfn fyrr á árum.
Aðalnotagildi bátsins var þó að vera lóðsbátur Keflvíkinga og sem slíkur var hann notaður nánast alveg þar til hann var dæmdur ónýtur, sama ár og Keflvíkingar fengu lóðsbát smíðaðar úr stáli einnig á Akranesi og sá bátur sem heitir í höfuðið á gamla manninum Auðunn, er enn í notkun.
Komst Silfri þá í eigu byggðasafnsins og stóð til að hann fengi að varðveitast og standa þar sem Baldur KE stendur nú eða við hlið hans. En stór hluti Keflvíkinga a.m.k. snopparaliðið sem þolir ekki fisk eða báta mótmælti því að þessi staður yrði gerður að ruslakistu fyrir eitthvað bátarusl eins og þau orðuðu það.
Bæjarstjórn hætti því við og báturinn fór á hrakhóla þar til hann var settur þarna inn á Fitjar og þar stóð hann meðan tímans tönn sá um að farga honum smátt og smátt, þó var furðulegt hvað hann hélt sér, en um síðustu helgi þurfu einhverjir að skipta sér að og kveiktu í bátnum og brann hann nánast til kaldra kola og eftir stendur aðeins framendinn eins og sést á myndunum sem hér koma, 

         Því fullyrði ég að örlög þessa báts er ævarandi skömm fyrir Reykjanesbæ











                             5690, Silfri KE 24, eða brunarústir hans í dag

                                           Kambur BA 34


                5864. Sigrún SH 212, síðar Kambur BA 34

Þá kemur að bátnum sem sést við hliðina á Silfra og virðist hafa heitið síðast Kambur BA 34. Sá bátur var smíðaður í Hafnarfirði 1961 og var tæp 6 tonn að stærð. Á sínum tíma var báturinn staðsettur inni á baklóð húss í Keflavík og síðan fluttur á núverandi stað. Hvort byggðasafnið hafi eiganrrétt á bátnum er ekki vitað. 
Sá bátur er orðinn það ónýtur að nú þegar brunarústirnar verða fjarlægðar, tel ég að hann ætti að fara með líka. Það segi ég þó ég sé dyggur stuðningsmaður fyrir varðveislu gömlu bátanna og finnst skömm að því hvað lítið hafi verið gert í að varðveita fiskiskipin okkar, hvort sem þau hafa verið úr stáli eða tré.

Svona er útlit bátsins í dag, en fyrir ofan þennan texta birtist mynd af honum meðan hann var gerður út frá Stykkishólmi sem Sigrún SH 212 og var að mér skylst eins og flottasta mubbla, sem er svolítið annað en er í dag.










                     5864. Kambur BA 34 hét hann þessi einhvern tímann


                              Örninn, landnámsgjöf Norðmanna

Þriðji báturinn sem er þarna þó undir húsvegg gömlu steypustöðvarinnar, mun vera víkingaskipið Örnin sem Norðmenn gáfu Reykvíkingum á landnámsafmælinu 1974. Sigldu norðmenn tveimur svona bátum hingað til lands og hétu þeir Örninn og Hrafninn. Örninn var gefinn Reykvíkingum en Hrafinn Húsvíkingum Var bÖrninn á hrakhólum viða um höfuðborgina, komst m.a. í leikaraskap hjá Hrafni Gunnlaugssyni og að lokum fengu Reykvíkingar, bæjarfélagið Reykjanesbæ til að geyma bátinn og var hann fluttur hingað á kerru og settur undir húsgaflinn í Njarðvik. Síðan gerðist það í óveðri að báturinn valt af kerrunni og fór á hvolf og þannig er hann ennþá og kerran við hliðina á honum. Auðvitað átti bæjarfélagið Reykjanesbær að sýna bátnum þá virðingu sem hann á skilið eins og Húsvíkingar gerðu. Fyrir norðan er Hrafninn sem Húsvíkingarnir fengu sýndur sómi og er í vörslu byggðarsafnsins á staðnum.

Ég er ekki með neina mynd af honum í upphafi heldur eins og hann er í dag, þarna undir húsveggnum á Fitjum og kerran sem hann kom á er þarna við hliðina.









            Örninn, norska landnámsgjöfin ásamt kerrunni inni á Fitjum

        © litmyndirnar þ.e. myndirnar sem sýna bátanna í dag, Emil Páll, 28. júlí 2010

Ljóst er að það er ævarandi skömm  Reykjanesbæjar, hvernig fór fyrir Silfra og hvert ástand landnámsgjafarinnar er,  sem auðvitað hefði átt að láta  inn í hús, t.d. það sem hann er við hliðina á. Þannig átti líka að fara með Silfra, fyrst snoppararnir komu í veg fyrir að hann fengi að standa niðri í Gróf.