28.07.2010 21:45
Lifandi krabbar, spettfiskur o.fl.
Lifandi krabbar, sprettfiskur ofl. (Myndband)
Vel heppnuð Náttúruvika
Það var líf og fjör í Fræðasetrinu í dag þegar 245.is kíkti í heimsókn, en þar hafði verið komið fyrir sjókeri með allskyns tegundum af dýrum í tilefni Náttúruviku.
|
Fræðasetrið fróðlegt er, Af vefnum www.grallarar.is |
Allir eru velkomnir og frítt er inn í Náttúruviku.
Á morgun föstudaginn 29. júlí kl. 13:00-17:00 mun Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Háskólasetursins í Fræðasetrinu kynna starfsemina, m.a. rannsóknir á grjótkröbbum og hvernig kræklingur er notaður við rannsóknir á mengun.
Nokkrir nýir landnemar við Íslandsstrendur verða til sýnis í sjóbúrum.
Smellið hér til að horfa á myndband þar sem ungir könnuðir léku sér við lifandi krabba, sprettfisk og fleira í sjókerinu í dag.
