28.07.2010 13:24

Sjóstangaveiðimót í Grindavík

Fyrr í sumar var haldið sjóstangaveiðimót í Grindavík og sá Stakkavík ehf. um framkvæmd mótsins og lánaði báta til þess. Alls var farið út í þremur bátum og sjáum við þá hér við löndun, en næstu daga munu birtast hér mjög skemmtilegar myndasyrpur af hverjum og einum báti er í mótinu tók, úti á veiðunum. En það var Kristinn Benediktsson sem festi allt á myndir, sem við fáum nú að njóta, eins og fyrr segir bæði í dag og næstu daga.


              2298. Máni GK 109, 1921. Rán GK 91 og 2321. Milla GK 121


                         1921. Rán GK 91 og 2321. Milla GK 121


   2298. Máni GK 109, í Grindavíkurhöfn fyrr í sumar, að landa afla úr mótinu
                                        © myndir Krben 2010