28.07.2010 09:48

Á sextugsaldri, en ber aldurinn vel

Alltaf hef ég gaman að því að fylgjast með því þegar gamlir bátar eru teknir vel í gegn. Það sem af er sumri hef ég fylst með tveimur stálbátum sem báðir eru komnir vel á sextugs aldurinn og hafa verið málaðir og lagfærðir mjög rækilega. Þetta eru Maron GK 522 sem er 55 ára gamall og var tekin í gegn í vor og Drífa SH 400 sem er aðeins tveimur árum yngri og er nú í loka frágangi. Ég hef þegar birt margar myndir af þessum bátum og bæti þó hér við tveimur sem ég tók af Drífunni í morgun.




                                        © myndir Emil Páll, 28. júlí 2010