28.07.2010 00:00

Bæjarhátíðin í Grundarfirði

Aðalheiður í Grundarfirði, sú sama og sendi mér myndasyrpuna frá vinnslu á makrílnum í Grundarfirði á dögunum, hefur nú sent mér myndasyrpu sem hún tók á Bæjarhátíðinni í Grundarfirði um síðustu helgi og kemur einnig með ein mynd úr Skessuhorni sem tengist efninu. Sendi ég Heiðu kærar þakkir fyrir. Með myndunum fylgdi eftirfarandi texti:

Sæll, datt í hug að þú hefðir gaman af þessum myndum sem ég tók um helgina í Grundarfirði. Þar var bæjarhátíð um helgina og bærinn skreyttur. Svo lágu á laugardagskvöldinu þessi 4 fallegu fley við bryggjuna sem gerð var sem aðkoma fyrir léttabáta skemmtiferðarskipanna. En tvö komu á föstudag til Grundarfjarðar, sá inn á Skessuhorni mynd af þeim.

Kv. Aðalheiður.












                                       Hafdís


                                                   6994. Gola RE 945


                                 Kristján © myndir Aðalheiður 24. júlí 2010


    Le Boreal og Ocean Princess, í Grundarfirði © mynd skessuhorn.is 23. júlí 2010