27.07.2010 10:27

Landhelgisgæslan skorin niður

Af vefnum mbl.is:

Landhelgisgæslan hefur síðustu tvö ár staðið í viðamikilli endurskipulagningu. Haustið 2008 var hafist handa við niðurskurð í kjölfar gengisbreytinga, hækkunar eldsneytisverðs og síðar minni fjárveitinga.

Niðurskurðurinn hefur bitnað verulega á þjónustu Gæslunnar, t.d. hefur þyrlunum verið fækkað úr fjórum í tvær. Vegna þrenginga hefur Landhelgisgæslan aukið starfsemi sína erlendis og nú er svo komið að rúmlega helmingur starfseminnar fer fram í útlöndum.

Varðskipið Týr er nú eina varðskip Landhelgisgæslunnar í lögsögu Íslands. Von er á nýju varðskipi næsta sumar og mun það væntanlega taka við af þeim eldri. Svo getur farið að nýja skipið verði leigt út til annarra verkefna en við Ísland.