27.07.2010 08:20

Þrjú skip á Hornafirði

Hilmar Bragason á Hornafirði sendi mér þessar þrjár myndir af skipum sem þangað komu. Ekki fylgdu með upplýsingar um hvenær þau komu, né heldur nöfn skipanna, þannig að við verðum bara að athuga hvort einhver þekkir þau, Eitt þeirra hef ég þó nafnið á.

Eins og fram kemur undir myndunum er komið nafnið á skipinu á neðstu myndinni.


                                                  Einhver Wilson-anna


                                                      Ice Bird


              Lýsisskipið Kaprifol, á Hornafirði í gær  © myndir Hilmar Bragason